Ferðir 2022

Sumarið 2022 ætlum við aftur að bjóða upp á sérstakar ferðir skipulagðar með hópa og einstaklinga sem t.d búa hér innanlands í huga.

Covid 19 hefur sett  hömlur og skert ferðafrelsi okkar allra, hvort sem við búum hérlendis eða erlendis. Með það í huga hlakkar okkur mikið til að geta boðið núna 4 skemmtilega ferðamöguleika út frá Akureyri með okkur núna í sumar.

Dettifoss og Ásbyrgi þekkja flestir, en þessir tveir staðir eru samt bara tveir af fjölmörgum fallegum náttúruperlum sem við heimsækjum í þessari frábæru dagsferð. Við byrjum daginn snemma og leggjum af stað frá Akureyri kl 8:00. Þaðan er ekið upp í Mývatnssveit með viðkomu á Goðafossi áleiðis að Dettifossi sjálfum. Við stoppum í drjúga klukkustund við þennan ókrýnda konung  íslenskrar nátturu. Dettifoss er hrikalegur en tilkomumikill og gljúfrið neðan við hann er fagurt og sérstakt. Við ökum frá fossinum eftir DemantshringnumÁsbyrgi, hóffari sjálfs Sleipnis sem tyllti þarna niður fæti fyrir þúsundum ára er Óðinn sjálfur var í heimsókn á þessum slóðum. Ásbyrgi er ægifagurt og enginn er ósnortinn af að heimsækja það. Við næst ökum fyrir Tjörnes og inn til Húsavíkur. Við stoppum í 2 klst á Húsavík svo þið getið notið þess að ganga um bæinn, fara á söfn, fá ykkur að borða og eða dýfa ykkur í sjóböðin á Geo Sea, áður en við keyrum aftur til Akureyrar. 

Stuðlagil og Mývatnssveit er óþarfi að kynna, en þessir tveir staðir eru samt bara tveir af fjölmörgum fallegum náttúruperlum sem við heimsækjum í þessari einstöku dagsferð. Við byrjum daginn snemma og leggjum af stað frá Akureyri kl 8:00. Þaðan er ekið rakleitt austur á Jökuldal með viðkomu á Skjöldólfstöðum þar sem hægt verður að kaupa hádegishressingu.  Þaðan ökum við að Klausturseli og að Stuðlafossi. Frá fossinum er um 6 km ganga inn að Stuðlagili sem er eitt það fallegasta árgil á Íslandi. Frá Jökuldal er ekið til baka upp í Mývatnssveit og stoppað í Jarðböðunum í góða klukkustund áður en við klárum hringferðina um Mývatn og höldum til Akureyrar. Áætlaður komutími til Akureyrar er kl 20:00

Þetta er virkilega sniðug ferð og hún er sko algjörlega fyrir alla! Við förum rólega yfir, stoppum lengi á hverjum stað og njótum þess svo innilega að vera til. Fyrst er ekið í átt að  Vaðlaheiðargöngum með góðu stoppi á einum fegursta og þekktasta útsýnisstað í Eyjafirði gegnt Akureyri. Þaðan förum við að Goðafossi, sem er jú einn af fegurstu fossum á landinu. Eftir gott stopp þar er ekið um Dalsmynni og að Laufási Við gefum okkur góðan tíma þar og skoðum vel torfbæinn með leiðsögn en aðgangseyrir í bæinn er innifalinn í ferðinni.  Ægifegurð Eyjafjarðar í þessu landnámi Helga Magra og Þórunnar Hyrnu konu hans, mætir okkur við hvert fótmál, er við ferðumst nú „fram í fjörð“ í átt að Jólagarðinum. Jólahúsið litla í vinalega garðinum er alltaf svo gaman að heimsækja og við gefum okkur góðan tíma til þess áður en endum ferðina á Akureyri aftur eftir góðan seinnipart þennan sæla sumardag. 

Siglufjörður, Hjalteyri, Möðruvellir að ógleymdri Bruggsmiðjunni á Árskógssandi eru meðal viðkomustaða í þessar skemmtilegu dagsferð um utanverðan Eyjafjörð. Við leggjum af stað um kl 9:00 frá Akureyri og förum sem leið liggur um Hörgársveit. VIð heyrum af Nonna og Manna, Gásakaupstað, Munkunum ´á Möðruvöllum sem og Ólafi Davíðssyni á leið okkar út á Hjalteyri. Þetta gamla þorp á sérstakan stað í hjörtum okkar, en að koma þangað en eins og að detta um x.a 100 ár aftur í tímann. Eftir að hafa heimsótt handverkskonuna Lene liggur leiðin á Siglufjörð. Innifalið í ferðinni er heimsókn á Síldarminjasafnið en við stoppum á Sigló í 2 klst, svo þið fáið líka tækifæri til að rölta um þennan fallega bæ. Á leið okkar til Akureyrar stoppum við á Árskógssandi þar sem við fáum að kynnast bjórnum Kalda og hvernig hann er nú bruggaður og jafnvel hvernig hann smakkast. Áætluð koma til Akureyrar er um kl 18:00.