Söguferð í Skagafjörðinn

TTV-104 Söguferð í Skagafjörðinn 12. júlí

Ferðin hefst kl 8:00
laugardaginn 12. júlí 
Brottför frá menningarhúsinu Hofi Akureyri
Áætluð ferðalok kl 18:00 við Hof
Leiðsögn á íslensku og ensku (ef þarf)
Verð 169.000 kr á mann

Highlights:

Highlights:

Djákninn á Myrká, Þórður Kakali, Miklabæjar-Sólveig og Guðmundur Góði eru fremst meðal margra annarra sem koma við sögu í þessari ferð. Við ætlum að láta hugan reika á meðan við ferðumst yfir heiðar og dali Tröllaskagans í átt að Sturlungaslóðum í Skagafirði. 

Heill þér gamli Glóðafeykir, gleðstu nú, er stíga reykir,
friðarmildir, bláir bleikir, beint í loft um sumarstund.
Manstu Sturlusona sennu? sífelld dráp og morð í rennu,
Flugumýrarfólskubrennu, fölvan jarl með heift í lund?
Sástu Odd hinn vaska veginn? veikan biskup hrakinn, dreginn?
blóð og ófrið öllu megin – Örlygsstaði, Haugsnessfund?

Undir snarbröttum Glóðafeyki situr bærinn Kringlumýri og þar ætlum við að kíkka inn í Kakalaskálann og fræðast meira um þessar merkilegu söguslóðir Skagafjarðar. Skammt sunnan við er Haugsnes, og norðan við er bærinn FLugumýri. En við ætlum okkur líka að segja gamansögur, tröllasögur og jafnvel smá draugasögur þó að hásumar sé og það „Skíni við sólu Skagafjörður, skrauti búinn fagurgjörður“. Við ætlum að keyra um sveitir Skagafjarðar í dag, fara á Krókinn, kíkka við á Hofsósi og renna okkur í gegnum Fljótin áður en við förum aftur til Akureyrar södd og sátt.

Book now for just 222.000 iskr

Fáir staðir á landinu eru eins þrungnir af sögu og Skagafjörður. En hann er líka fallegur, víðsýni mikið og mannlífið gott. Við ætlum að leggja af stað kl 8:00 frá Akureyri keyra sem leið liggur um Hörgárdal og Öxnadal, heyra af Djáknanum sjálfum sem missti af Guðrúnu sinni frá Bægisá þarna um árið, þegar hann steyptist ofan í gröfina sína á Myrká eftir útreiðatúr þeirra skötuhjúa í tunglskini um jól fyrir allöngu síðan, án þess að fá nema rétt kápuslitrið af Gunnu sinni með. 
Í Öxnadalnum eru háir hólar sem hálfan dalinn fyllla undir Dranganum sjálfum er stendur þar tignarlegur í endanum á Drangafjallinu. Undir honum er Hraun í Öxnadal fæðingastaður Jónasar Hallgrímssonar.

Við förum yfir Öxnadalsheiðina og fyrsti áningastaður í þessari ferð er í Kringlumýri þar sem við fáum að skoða Kakalaskálann, en þar er búið að koma upp merkilegri sögusýningu um ættarátök Íslendinga á 13.öld milli helstu höfðingja landsins um eignir og völd, sem enduðu með fullu framsali Íslendinga á fullveldi sínu til Noregskonungs árið 1262. Sögusvið þessara miklu átaka eru einmitt í nágrenni Kringlumýrar, bæði á Haugsnesi sem á Flugumýri.

Eftir stopp í Kakalaskála ætlum við að fara niður á Sauðarkrók og þar stoppum við í góða stund sem gefur ykkur færi á skoða ykkur um á Króknum, fá ykkur að borða eða jafnvel skoða þrívíddarsýninguna 1262 sem er þar.  

Eftir hádegið  höldum við svo áfram ferðinni, förum sem leið liggur yfir Héraðsvötnin og komum við hjá Jóni Ósmann á leið okkar á Hofsós og til Hóla. Hóla þarf vart að kynna en við stoppum á Hólum í góða stund svo fólk geti notið þess að skoða sig um á staðnum. 

Við höldum svo ferðinni áfram, framhjá eyjum og höfðum sem við fræðumst um á leiðinni. T.d fræðumst við um húsfreyjuna í Málmey sem breyttist í Tröll og fluttist búferlum í Ólafsfjarðarmúla, svo skelfileg var hún orðin er hennar var vitjað að galdur Hálfdáns í Felli réði þar ekkert við neitt. Við ljúkum ferðinni með að keyra í gegnum 3 jarðgöng á leið okkar aftur til Akureyar eftir skemmtilegan dag í Skagafirðinum.

 

Tour chosen by the producers of Game of Thrones.......

Chris Newman along with group of 30 people from HBO came on our tour 2014. play the video and find out what why Iceland played a big role in GOT