Þetta 16 fm hús sem er bæði hlýlegt og “kósý” hentar einstaklega vel fyrir tvo. Það er upphitað með hitaveitu og útbúið öllum þeim búnaði sem þarf til að eiga í því notalega dvöl.
Húsinu er skipt í alrými og baðherbergi. Alrýmið er með hjónarúmi, sjónvarpi með DVD, borði og stólum auk vel útbúnu eldhúsi með ísskáp, helluborði, pottum og pönnum, brauðrist og katli o.fl. kaffi og te er líka til staðar auk úrvals af DVD myndum, leikjum og lesefni. Baðherbergið er rúmgott með notalegri sturtu. Utan um húsið er svo góður sólpallur með borði og stólum.
Bakkakot er staðsett inni í skógarlundinum Bárulundi í Hörgársveit, c.a 20 mínutna akstursfjarlægð frá Akureyri (24 km). Staðsetningin er frábær fyrir þá sem vilja slaka á í friði og ró á fallegum stað, njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar sem og t.d norðurljósanna á veturnar. Frábær staður til að hlaða batterýin!
Í stuttri göngufjarlægð er gamla fallega sjávarþorpið Hjalteyri. Þaðan er möguleiki að fara í hvalaskoðun, leigja sér kajak, slaka á í heita pottinum sem er þar í fjöruborðinu. Þar er líka gott að labba um og horfa eftir hvölunum sem leika sér úti á firðinum framan við Eyrina. Yfir sumartíman er rekið lítið veitingahús á Hjalteyri líka.
Til að athuga hvort húsið er laust og bóka gistingu fyrir þig, og þína vini/eða fjölskyldu, þá smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan.