Kajakleiga

Kajakleiga

Frábær skemmtun hvort sem þú ert ein/n með vinunum nú eða með alla fjölskylduna!

Þið getið leigt hjá okkur “Sit-on-top” kajak klukkutíma eða lengur með eða án leiðsögumanns.  “Sit-on-top” kajakarnir okkar eru bæði eins og tveggja manna, mjög stöðugir og auðvelt að komast í og úr þeim. Það er auðvelt að stjórna/róa og ferðast um á þeim

Bátarnir eru leigðir frá gamla sjávarþorpinu á Hjalteyri  (20km from Akureyri,). Þetta vinalega og friðsæla sjávarþorp er staðsett innanlega í Eyjafirði og er alveg frábærlega staðsett fyrir kajakferðir. Þar er líka sjávartjörn sem hægt er að fara út á á Kajak ef svo ber undir (eftir 20, júní). Allir sem fara á Kajak fá ár og björgunarvesti og æfa sig fyrst inni í friðsælli höfninni áður en lengra er haldið. 

Vert er að taka fram að um er að ræða leigu á Kajak og allir fara út á þeim á sína eigin ábyrgð. 

Það er dásamlegt að fara út á fjörðinn og róa á kajak innan um fuglana og dýralífið í firðinum, renna fyrir fisk eða dáðst að hvölunum sem blása og leika sér rétt utan við fjöruna á Hjalteyri. Eftir róðurinn er upplagt að slaka á í heitum potti sem er staðsettur í fjöruborðinu á Hjalteyri og njóta útsýnisins, fjallasýnar sem og hvalanna að leika sér rétt hjá. 

The Traveling Viking Iceland www.ttv.is

TTV-07 - Kajakleiga

Kajakleigan er opin daglega frá 
kl 9:00 til 12:00

Staðsetning:  Hjalteyri 23 km from Akureyri
Eins og tveggja manna “Sit on Top” Kajakar
Lágmarksleigutími er 1 klst 
Verðið er 8.000 kr á klukkustund. 

Við áskiljum okkur rétt til að fella niður ferðir/leigu vegna veðurs.

Bókið hér :