Velkomin!
Við bjóðum þér......
Skipulagðar dagsferðir frá Akureyri
í mörg ár höfum við boðið upp á metnaðarfullar dagsferðir með leiðsögn með áherslu á Norð-Austurland út frá Akureyri. Viðskiptavinir okkar hafa komið með okkur að sjá og njóta náttúruperla norðurlands, norðurljós og fleira.
Kajakleiga á Hjalteyri
Því ekki að eiga unaðslega upplifun hvort sem það er með fjölskyldunni, vinum eða bara þú ein/n með sjálfum þér á Kajak frá okkur. Eins og tveggja manna "Sit on Top" kajakarnir okkar eru mjög stöðugir, auðveldir í allri meðferð og umgengni.
Gistingu í Bakkakoti
Að Bárulundi í Hörgársveit, 24 km frá Akureyri erum við með nýbyggð lítil gisti/sumarhús. Falin inni í fallegum skógarlundi í næsta nágrenni við gamla sjávarþorpið Hjalteyri. dvöl hjá okkur í Bakkakoti er svo sannarlega dásamleg!
Rútur til leigu
Við bjóðum upp á rútur til leigu með frábærum bílstjórum sem og leiðsögumönnum. 8-50 manna bílar búnir öllum þægindum. Er íþróttamót framundan? saumaklúbbur á ferðinni, hvað með hópinn þinn? hafðu samband og við leysum málið.
Að ferðast um Ísland.. .....eru forréttindi!
Með áratuga reynslu af skipulagi hópferða vítt og breitt um landið. Akstri með úrvalsleiðsögn til jafnt erlendra sem/og innlendra ferðamanna, þá hlakkar okkur mikið til þess að bjóða ferðirnar okkar sérstaklega til Íslendinga 2021.
Í sumar ætlum við að bjóða fjórar skipulegar hópferðir frá Akureyri sérsniðnar fyrir innlenda ferðamenn.
Stuðlagil og Mývatnssveit.
12. júní og 24. júlí
Jökulsárgljúfur/ (Demantshringur)
26.júní og 17.júlí
Sigló, síld og sitthvað meira
3.júlí og 7.ágúst
Stuðlagil og Mývatnssveit 12. júní
Fyrir meiri upplýsingar um hverja ferð, klikkið á hnappinn hér fyrir neðan og finnið draumaferðina ykkar, leyfið okkur að sjá um akstur og leiðsögn svo þið getið notið alls hins besta sem landið býður upp á.
The Traveling Viking
Er fjölskyldurfyrirtæki sem hefur síðan 2008 boðið upp á ferðaþjónustu um allt land, með megin áherslu á hágæða dagsferðir frá Akureyri um allt norðurland. Hvað er betra en að ferðast um með heimafólki sem þekkir hvern stað eins og handarbakið á sér, sögur og menningu sem og kennileitin sem ferðast er framhjá.
Slow travel er okkar motto; “Gæði umfram magn, tökum okkur góðan tíma og njótum þess sem við erum að skoða, vöndum okkur og fáum betri sýn á hið daglega líf á þeim stöðum sem við ferðumst um”
Víkingarnir voru mestu ferðamenn Evrópu á sínum tíma. Fundu nýjar siglingaleiðir og nýjar heimsálfur og lönd. Staði sem þeir síðar settust að á og byggðu sína arfleifð. Við Íslendingar getum rakið okkar uppruna til þeirra, þess vegna köllum við okkar fyrirtæki The Traveling Viking.
Eigendur og starfsfólk The Traveling Viking lofa þér að gera alltaf sitt allra besta til þess að þín upplifun af þeirri fjölbreyttu þjónustu sem fyrirtækið býður upp á sé sem best.