Bakkakot Sumarhús

Bakkakot hús nr 1

Þetta hús er byggt 2015 og er með stofu með eldhúskrók, sjónvarpi, wi-fi, svefnsófa, ísskáp, eldavel með ofni, borði og stólum. Einu svefnherbergi með hjónarúmi og baðherbergi með sturtu. Húsið er hitað upp með hitaveitu og er hlýtt og notalegt allt árið um kring. 

Það er góður sólpallur við húsið bæði framan við það og til hliðar við húsið þaðan sem er gott útsýni inn í skóginn, sem og út á sjóinn og til fjallanna í kring. Bakkakot er staðsett inni í skógarlundinum Bárulundi í Hörgársveit, c.a 20 mínutna akstursfjarlægð frá Akureyri (24 km). Staðsetningin er frábær fyrir þá sem vilja slaka á í friði og ró á fallegum stað, njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar sem og t.d norðurljósanna á veturnar. Frábær staður til að hlaða batterýin!

Í stuttri göngufjarlægð er gamla fallega sjávarþorpið Hjalteyri. Þaðan er möguleiki að fara í hvalaskoðun, leigja sér kajak, slaka á í heita pottinum sem er þar í fjöruborðinu. Þar er líka gott að labba um og horfa eftir hvölunum sem leika sér úti á firðinum framan við Eyrina. Yfir sumartíman er rekið lítið veitingahús á Hjalteyri líka. 

Til að athuga hvort húsið er laust og bóka gistingu fyrir þig, og þína vini/eða fjölskyldu, þá smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan. 



The Traveling Viking Iceland www.ttv.is

Bakkakot hús nr 2

Þetta 16 fm hús sem er bæði hlýlegt og “kósý” hentar einstaklega vel fyrir tvo. Það er upphitað með hitaveitu og útbúið öllum þeim búnaði sem þarf til að eiga í því notalega dvöl.

Húsinu er skipt í alrými og baðherbergi. Alrýmið er með hjónarúmi, sjónvarpi með DVD, borði og stólum auk vel útbúnu eldhúsi með ísskáp, helluborði, pottum og pönnum, brauðrist og katli o.fl. kaffi og te er líka til staðar auk úrvals af DVD myndum, leikjum og lesefni. Baðherbergið er rúmgott með notalegri sturtu. Utan um húsið er svo góður sólpallur með borði og stólum.

Bakkakot er staðsett inni í skógarlundinum Bárulundi í Hörgársveit, c.a 20 mínutna akstursfjarlægð frá Akureyri (24 km). Staðsetningin er frábær fyrir þá sem vilja slaka á í friði og ró á fallegum stað, njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar sem og t.d norðurljósanna á veturnar. Frábær staður til að hlaða batterýin!

Í stuttri göngufjarlægð er gamla fallega sjávarþorpið Hjalteyri. Þaðan er möguleiki að fara í hvalaskoðun, leigja sér kajak, slaka á í heita pottinum sem er þar í fjöruborðinu. Þar er líka gott að labba um og horfa eftir hvölunum sem leika sér úti á firðinum framan við Eyrina. Yfir sumartíman er rekið lítið veitingahús á Hjalteyri líka. 

Til að athuga hvort húsið er laust og bóka gistingu fyrir þig, og þína vini/eða fjölskyldu, þá smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan. 
The Traveling Viking Iceland www.ttv.is

Norðurstrandaleið

Bakkakots gistihúsin að Bárulundi eru staðsett við Norðurstrandaleið, c.a 24 km norður frá Akureyri, við vestanverðan Eyjafjörð.

Norðurstrandaleið er ferðamannavegur sem liggur meðfram allri strandlengju norðurlands. Með því að fara hann í stað þess að aka eingöngu eftir þjóðvegi nr 1, kemst ferðamaðurinn í mun meira návígi við nátturuna og upplifir fegurð norðurlands á annan hátt. 

Við Norðurstrandaleið eru fjölmargir áhugaverðir staðir, fjölbreytt mannlíf og afþreying auk alls þess sem hægt er að gera, sjá og upplifa. Fyrir fleiri upplýsingar smellið á hlekkinn hér að neðan og skoðið á margmiðlunarkortinu sem þar er, hvað Norðurstrandaleiðin hefur upp á að bjóða.