Sigló, Síld og svolítið meira! 2. júlí & 6. ágúst

TTV-106 Sigló, Síld og svolítið meira! 2. júlí & 6. ágúst

Ferðin hefst kl 9:00
laugardaginn 2. júlí & 6.ágúst
Brottför frá menningarhúsinu Hofi Akureyri
Áætluð ferðalok kl 18:00 við Hof
Leiðsögn á íslensku og ensku (ef þarf)
Verð 16.000 kr á mann

Viðkomustaðir:

Gott að hafa með:

Siglufjörður, Hjalteyri, Möðruvellir að ógleymdri Bruggsmiðjunni á Árskógssandi eru meðal viðkomustaða í þessar skemmtilegu dagsferð um utanverðan Eyjafjörð. Við leggjum af stað um kl 9:00 frá Akureyri og förum sem leið liggur um Hörgársveit. VIð heyrum af Nonna og Manna, Gásakaupstað, Munkunum ´á Möðruvöllum sem og Ólafi Davíðssyni á leið okkar út á Hjalteyri. Þetta gamla þorp á sérstakan stað í hjörtum okkar, en að koma þangað en eins og að detta um c.a 100 ár aftur í tímann. Eftir að hafa heimsótt handverkskonuna Lene liggur leiðin á Siglufjörð. Innifalið í ferðinni er heimsókn á Síldarminjasafnið en við stoppum á Sigló í 2 klst, svo þið fáið líka tækifæri til að rölta um þennan fallega bæ. Á leið okkar til Akureyrar stoppum við á Árskógssandi þar sem við fáum að kynnast bjórnum Kalda og hvernig hann er nú bruggaður og jafnvel hvernig hann smakkast. Áætluð koma til Akureyrar er um kl 18:00. 

Bókið núna fyrir 16.000 iskr

Þetta er svo sannarlega skemmtiferð. Byrjum á Akureyri kl 9:00 og förum frá Hofi. Við heimsækjum fallega staði í Hörgársveitinni á leið okkar út eftir Eyjafirðinum að vestanverðu. Sögustaðir á leiðinni hafa ekki bara þungar og forneskjulegar sögur að geyma, heldur líka fágætar og um margt svo bráðskemmtilegar minningar um fólk og mannlíf. Þessu öllu reynum við að gera góð og skemmtileg skil í þessari ferð okkar. 

Við heimsækjum Möðruvelli og fáum að vita ýmislegt um þann fallega stað, sem á sér mikla og merkilega sögu eða eigum við að segja sögur?
Fræðumst síðan um Hjalteyri en þar iðaði allt af mannlífi á árum áður og bera uppgerð húsin á Eyrinni þess skýr merki. Á Hjalteyri kíkkum við í heimsókn til Lene handverkskonu sem þar hefur hreiðrað um sig og vinnur að ýmsu fróðlegu og skemmtilegu sem við fáum að kynnast. Eftir þá heimsókn er best að skella í sig smá rúgbrauði og/eða síld og skola því niður með einhverju hressandi, svona áður en við leggjum í hann út á Sigló.

Siglufjörð þarf vart að kynna, þar réði jú síldin ríkjum á “sokkabandsárunum” eins og foreldrarnir okkar kölluðu sinn merkilega tíma í Íslandssögunni. “Syngjandi sæll og glaður” var hann pabbi gamli á Sigló og mamma “dansaði þar fram á nótt” kerlingargreyið, eftir að hafa saltað í tunnurnar liðlangan daginn. Heimsókn aftur í tíman er innifalin í þessari ferð er við heimsækjum síldarminjasafnið. Við ætlum að gefa ykkur “lausan tauminn” á Sigló og hitta ykkur í Bakaríinu eftir að þið hafið notið þess sem þið viljið skoða og gera á Siglufirðinum fagra. 

Förum nú að koma okkur til baka, en er ekki rétt að sjá hvernig Árskógstrendingar brugga sinn bjór og kíkka við í Bruggsmiðjunni (Kalda) hver veit nema við fáum að smakka jafnvel eitthvað á afurðum félagsins áður en við höldum heim á Akureyri í lok skemmtilegs dags.

Hættu nú að hugsa þetta og bókaðu bara ferðina sem fyrst áður en allt verður uppselt!