Stuðlagil og Mývatnssveit 11. júní & 23. júlí

TTV-102 Stuðlagil og Mývatnssveit 11. júní & 23. júlí

Ferðin hefst kl 8:00
laugardaginn 11. júní og 23. júlí
Brottför frá menningarhúsinu Hofi Akureyri
Áætluð ferðalok kl 20:00 við Hof
Leiðsögn á íslensku og ensku (ef þarf)
Verð 15.000 kr á mann

Viðkomustaðir:                      

Gott að hafa með:

Stuðlagil og Mývatnssveit er óþarfi að kynna, en þessir tveir staðir eru samt bara tveir af fjölmörgum fallegum náttúruperlum sem við heimsækjum í þessari einstöku dagsferð. Við byrjum daginn snemma og leggjum af stað frá Akureyri kl 8:00. Þaðan er ekið rakleitt austur á Jökuldal með viðkomu á Skjöldólfstöðum þar sem hægt verður að kaupa hádegishressingu.  Þaðan ökum við að Klausturseli og að Stuðlafossi. Frá fossinum er um 6 km ganga inn að Stuðlagili sem er eitt það fallegasta árgil á Íslandi. Frá Jökuldal er ekið til baka upp í Mývatnssveit og stoppað í Jarðböðunum í góða klukkustund áður en við klárum hringferðina um Mývatn og höldum til Akureyrar. Áætlaður komutími til Akureyrar er kl 20:00

Bókið í dag á 15.000 iskr

Við leggjum af stað snemma frá Akureyri eða klukkan 8:00 Brottför er frá Menningarhúsinu Hofi. Frá Hofi er ekið austur fyrir Eyjafjörð og gegnum Vaðlaheiðargöng og að Goðafossi, en þar er okkar fyrsta stopp. Goðafoss er einn af fallegri fossum landsins og fellur í tveimum megin fossum í fallegt stuðlabergsgljúfur. Aðgengi að fossinum er mjög gott.  Frá Goðafossi ökum við að Mývatni og ökum sem leið liggur norður fyrir vatnið og í gegnum þorpið í Reykjahlíð á leið okkar austur á Jökuldal. Við áætlum að vera á Skjöldólfstöðum á Jökuldal um hádegisbil og þar munum við stoppa í góða klukkustund. Veitingasalan á Skjöldólfsstöðum er með bæði mat, kaffi, ís, sælgæti og margt fleira. Á matseðlinum er meðal annars matur úr héraði svo sem, silungur, lamb og hreindýr, kjötsúpur, steikur og ýmislegt annað góðgæti. Með kaffinu er svo boðið upp á heimabakað bakkelsi. Á Skjöldólfsstöðum er einnig Hákonarstofa reist til minningar um Hákon Aðalsteinsson skáld. 

Við ökum svo að Klausturseli á Jökuldal. Til að komast að Stuðlagili að austanverðu þarf að ganga frá Stuðlafossi og inn að Stuðlagili, fallegu árgili Jökulsár á Brú. Jökla er sakleysisleg og falleg á að líta yfir sumartíman meðan vatn er að safnast fyrir í Hálslóni uppi á hálendi landsins. Einmitt þess vegna er nú aðgengilegt að komast alveg ofan í Stuðlagil og njóta fegurðar stuðlabergsins sem er einstaklega fallegt á þessum stað. Vert er að benda fólki á að vera í góðum skófatnaði og hafa með sér vatn á flösku til göngunnar  sem er tiltölulega létt en er þó um 6 km löng.  

Frá Klausturseli liggur leið okkar til baka og við komum næst að Jarðböðunum í Mývatnssveit eftir stutt stopp á Hverarönd. Jarðböðin er löngu landsþekkt og hvað er betra en að njóta þess að láta þreytuna líða úr sér í heitum böðunum eftir gönguna að Stuðlagili. Í Jarðböðunum er einnig veitingasala þar sem hægt er að fá sér bæði léttar veitingar sem og góða máltíð áður en við keyrum til Akureyrar en núna suður fyrir Mývatn til að njóta sem best fegurðar Mývatnssveitar á leiðinni heim.