Rútuleiga

The Traveling Viking - Rútuleiga

The Traveling Viking – Bárulundur ehf býður upp á gott úrval af rútum og hópferðabílum með sætaframboði fyrir allt frá 6 – 50 manns í hverjum bíl.  Við höfum góða og langa reynslu af bæði hópferðaakstri sem og leiðsögn með hópa af öllum stærðum og gerðum um allt land.
Bílarnir okkar eru vel útbúnir með t.d góðri loftkælingu, sjónvarpsskájum og DVD, hallandi sætum, Wi-FI og sætisbeltum. 
Fyrirtækið sér um skólaakstur yfir vetrartímann, akstur ferðamanna með leiðsögn allt árið um kring, akstur með íþróttafélög, saumaklúbba, félagasamtök og margt fleira.
Hvað sem tilefnið er, þá láttu reynslumikið starfsfólk okkar hugsa vel um þig og aksturinn meðan þú slakar á og nýtur ferðarinnar í þægilegum bíl frá okkur.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkra bílana okkar og hvernig hægt er að leigja þá.

Sprinterar 17 manna

Þægilegir Mercedes Bens Sprinter 16+1 bílar. Þessir bílar eru búnir góðri loftkælingu, sjónvarpsskjáum og DVD.
Sætisbelti, hallandi sæti með hliðarfærslum er í öllum okkar bílum.

Hópferðabíll 27 farþega

Þessi þægilegi Mercedes Bens Sprinter er 26+1 farþega. Fallegur bíll með góðri loftkælingu, rúmgóður og auðvelt að komast inn og út úr honum.

Sætisbelti, hallandi sæti með hliðarfærslum er í öllum okkar bílum.

Hópferðabíll 28 farþega

Þessi þægilegi Mercedes Bens Atego er 28 farþega. Fallegur bíll með góðri loftkælingu, rúmgóður og auðvelt að komast inn og út úr honum. Bíllinn er búinn öllum þægindum s.s skjáum, DVD og fl.

Sætisbelti, hallandi sæti með hliðarfærslum er í öllum okkar bílum.

Hópferðabíll 30 farþega

Þessi er 30 manna Mercedes Atego , þægilegur bíll með loftkælingu, hallanlegum sætum með hliðarfærslu o.fl

Hópferðabíll 50 manna

Einstaklega góður 50 manna MAN Lyon A15 bíll. Búinn öllum þægindum, sjónvörpum og DVD, góðum sætum með hliðarfærslum, loftkælingu o.fl.