Demantshringur 25. júní & 16. júlí
TTV-101 - Jökulsárgljúfur (Demantshringur) 25. júní & 16. júlí
Ferðin hefst kl 8:00
laugardaginn 25. júní & 16. júlí
Brottför frá menningarhúsinu Hofi Akureyri
Áætluð ferðalok kl 20:00 við Hof
Leiðsögn á íslensku og ensku (ef þarf)
Verð 16.000 kr á mann
Viðkomustaðir:
- Goðafoss
- Dettifoss
- Hljóðaklettar
- Ásbyrgi
- Húsavík
- Geo Sea
Gott að hafa með:
- Góðan skófatnað
- Nesti
- Fatnað sem hæfir veðri
- Sundföt og handklæði
- Drykki og vatnsbrúsa
Dettifoss og Ásbyrgi þekkja flestir, en þessir tveir staðir eru samt bara tveir af fjölmörgum fallegum náttúruperlum sem við heimsækjum í þessari frábæru dagsferð. Við byrjum daginn snemma og leggjum af stað frá Akureyri kl 8:00. Þaðan er ekið upp í Mývatnssveit með viðkomu á Goðafossi áleiðis að Dettifossi sjálfum. Við stoppum í drjúga klukkustund við þennan ókrýnda konung íslenskrar nátturu. Dettifoss er hrikalegur en tilkomumikill og gljúfrið neðan við hann er fagurt og sérstakt. Við ökum frá fossinum eftir Demantshringnum að Ásbyrgi, hóffari sjálfs Sleipnis sem tyllti þarna niður fæti fyrir þúsundum ára er Óðinn sjálfur var í heimsókn á þessum slóðum. Ásbyrgi er ægifagurt og enginn er ósnortinn af að heimsækja það. Við næst ökum fyrir Tjörnes og inn til Húsavíkur. Við stoppum í 2 klst á Húsavík svo þið getið notið þess að ganga um bæinn, fara á söfn, fá ykkur að borða og eða dýfa ykkur í sjóböðin á Geo Sea, áður en við keyrum aftur til Akureyrar.
Bókið í dag á 16.000 kr
Ferðin hefst við Menningarhúsið Hof á Akureyri en þaðan ökum við um Vaðlaheiðargöng á leið okkar að Goðafossi. Þar er okkar fyrsta stopp. Aðgengi að Goðafossi er mjög gott en fossinn sjálfur er einn fegursti foss á landinu.
Frá Goðafossi liggur leið okkar upp í Mývatnssveit, við ökum suður fyrir vatnið til að njóta sem best fegurðar Mývatnssveitar á leið okkar að Jökulsárgljúfrunum.
Jökulsárgljúfur eru talin hafa myndast í nokkrum stórum hamfarahlaupum í Jökulsá á Fjöllum fyrir árþúsundum síðan. Landið er þarna enn í mótun og sést það einmitt svo vel við þessa stóru fossa sem eru í Jökulsárgljúfrum. Við stoppum í góða klukkustund við Dettifoss sem er talinn aflmesti foss í Evrópu, ofan hans er Selfoss en neðan við Dettifoss er Hafragilsfoss.
Vesturdalur og Hljóðaklettar er einstaklega fallegt svæði en þar hefur áin rifið í sundur forna eldstöð svo eftir standa stórbrotnar stuðlabergsmyndanir og gígtappar. Við keyrum ofan í Vesturdal og skoðum þetta svæði og njótum þess að heyra bergmál árniðarins í klettunum sjálfum.
Ásbyrgi er gamall farvegur Jökulsár og sést þar forn stórbrotin fossabrún innst í byrginu. Engu að síður er þjóðtrúin gamla með okkur í för en í Snorra Eddu segir frá ferð Óðins um háloftin á hesti sínum Sleipni. Eitthvað hefur þeim félögum fundist tilkomumikið að heimsækja þetta landsvæði, því talið erð þeir hafi hægt svo á ferðinni að Sleipnir hafi þurft að spyrna einum af sínum sex fótum við jörð til að ná fluginu aftur. Þess vegna er Ásbyrgi þarna samkvæmt fornri trú í laginu eins og hóffar hests.
Við förum nú fyrir Tjörnes og inn til Húsavíkur. Við áætlum að vera komin þangað seinnipart dags og gefum ykkur tvær klukkustundir til að njóta þess að ganga um bæinn, fara á veitingahús eða söfn bæjarins, nú eða að dýfa ykkur í Geo Sea böðin áður en við ökum aftur til Akueyrar í ferðalok.